
Loksins loksin getur maður nú sagt en þennan bát hef ég aldrei náð að mynda áður en hann hefur verið gerður út frá Raufarhöfn í rúm 20 ár.
Nanna Ósk ÞH 333 heitir hann og er af gerðinni Cleopatra 33. Báturinn er á grásleppuveiðum þessa dagana.
Nanna Ósk ÞH 333 var smíðuð árið 1999 hjá Trefjum í Hafnarfirðir fyrir Stekkjarvík ehf. á Raufar-höfn. Að því fyrirtæki standa bræðurnir Ragnar Axel og Hólmgrímur Jóhannssynir sem einnig gera út Nönnu Ósk II ÞH 133.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution