Kristín lagði í´ann í gærkveldi

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Línubáturinn Kristín GK 457 lagði upp í róður frá Grindavík í gær og myndaði Jón Steinar hana í kvöldsólinni.

Kristín, sem upphaflega hét Þorsteinn RE 303, er annar tveggja báta sem enn eru gerðir út af þeim átján sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Boizenburg á árunum 1965-1967. Hinn er Saxhamar SH 50 sem upphaflega hét Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd