
Núpur ÞH 3 siglir hér inn með slippkantinum á Akureyri um árið. Dalborg, Hegranes og Nökkvi í bakgrunni.
Núpur ÞH 3 var í eigu Kaldbaks hf. á Grenivík um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Szczecinska Stocznic Remontowa í Póllandi árið 1976 fyrir Færeyinginn J.F. Kj0lbro. Núpur var eitt af níu línuveiðiskipum sem Færeyingar létu smíða fyrir sig á árunum 1976 til 1978 í Póllandi.
Núpur var 33,69 metrar að lengd og 7,60 metra breiður og mældist 182 brl. að stærð.
Skipið sem alla tíð hefur borið sama nafn var flutt inn í júní árið 1981 frá Færeyjum af Skildi hf. á Paterksfirði. Þórsberg hf. á Tálknafirði eignaðist Núp í júlí 1982 og Kaldbakur hf. í Grenivík í nóvember 1983.
Núpur er í dag BA 69 og í eigu Odda hf. á Patreksfirði. Meira um það síðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution
Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.