Hólmanes SU 1

1346. Hólmanes SU 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hér er Hólmanes SU 1 að koma til hafnar á Húsavík snemma árs 2004 og var togarinn á leið í slipp, sennilega til Akureyrar. Til baka kom hann sem Húsey ÞH 382.

Hólmanesið var smíðað á Spáni og kom til heimahafnar á Eskifirði 7. febrúar það árið 1974. Skipið var 451 brl. að stærð. Lengd þess var 47,55 metrar og breiddin 9,50 metrar. Skipið var búið 1700 hestafla MAN aðalvél.

Í 6. tbl. Ægis það ár sagði m.a svo:

7. febrúar s.l. kom skuttogarinn Hólmanes SU 1 til heimahafnar sinnar, Eskifjarðar, í fyrsta sinn. Hólmanes SU er sá 1. í röðinni af 5 skuttogurum af minni gerð (undir 500 brl.) sem smíðaðir eru á Spáni fyrir íslendinga.

Þessir skuttogarar eru allir smíðaðir eftir sömu teikningu, en alls eru það fjórar skipasmíðastöðvar, sem smíða ofangreind skip. Hólmanes er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Construcciones Navales P. Freire S. A. Vigo og er smíðanúmer 80 hjá stöðinni.

Skipið e r í eigu Hólma h. f., Eskifirði, en aðalhluthafar fyrirtækisins eru Hraðfrystihús Eskifjarðar h.f. og Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði.

Hólmanes SU 1 var í eigu Hólma hf. til ársins 1997 en þá er skráður eigandi Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. á Eskifirði. Árið 2003 er eigandi Eskja hf. á Eskifirði en í ársbyrun 2004 er Íshaf hf. á Húsavík orðinn eigandi togarans. Hann fékk nafnið Húsey ÞH 382 sem hann bar þangað til sumarið 2005 þegar honum var siglt til Danmerkur í bortajárn.

Hér koma nokkrar myndir af togaranum og þá sem sýnir hann á toginu tók Olgeir Sigurðsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.

Ein athugasemd á “Hólmanes SU 1

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s