Breki VE fiskaði nær 7.800 tonn á fyrsta útgerðarárinu sínu

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Breki VE 61 fór í fyrsta sinn til veiða frá Vestmannaeyjum þann 24. júlí 2018 og áhöfnin og togarinn héldu upp á ársafmælið með því að koma til hafnar að morgni 24. júlí sl. með fullfermi, enn einu sinni.

Frá þessu segir á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar og þar kemur jafnframt fram að á þessu fyrsta ári hafi Breki fiskað tæplega 7.800 tonn. Aflaverðmætið er liðlega 1,5 milljarðar króna. Uppistaðan í aflanum er þorskur, ýsa, ufsi og karfi.

Við blasir að Breki fer yfir 8.000 tonna markið á fiskveiðiárinu. Útgerð skipsins er afar farsæl og mjög hagkvæm. Skipið var hannað með mun stærri skrúfu en gengur og gerist. Hönnuðir töluðu um að þannig mætti fá mun meira afl með mun minni orku, jafnvel svo að olíunotkun minnkaði um tugi prósenta. Þetta hefur gengið eftir en ég ætla að bíða með að nefna tölur þar að lútandi fyrr en eftir að hafa kannað málið betur að fiskiveiðiárinu loknu,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s