
Hér liggur spænski togbáturinn Abrela við bryggju innarlega í Vigoflóanum. Myndin var tekin í gær.
Abrela, sem er með heimahöfn í Celeiro, var smíðaður árið 1999 og mælist 245 GT að stærð. Lengd hans er 30 metrar og aðalvélin 430 hestöfl.
Celeiro er á norðurströnd Spánar, nokkru austar er A Coruna.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution