Dagmar Aaen á Skjálfanda 2011

Dagmar Aaen á Sail Húsavík 2011. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ég las viðtal við þýska heimskautafarann og landkönnuðurinn Arved Fuchs í Fiskifréttum í morgun.

Það rifjaði upp skemmtilegan dag á Skjálfandaflóa í júlímánuði 2011.

Þá stóð yfir siglingahátíðin Sail Húsavík 2011 og þennan dag var m.a kappsigling seglskipa á dagskránni.

Myndin af ofan er ein fjölmargra mynda sem ég tók þennan dag en hún sýnir kútterinn Dagmar Aaen á siglingu.

Dagmar Aaen var byggð til fiskveiða árið 1931 í Esbjerg í Danmörku. Hún er sterkbyggð og vel fallin til siglinga í norðurhöfum. Arvid Fuchs keypti kútterinn fyrir þrjátíu árum eftir að hætt var að nota hann til fiskveiða. Hann gerði breytingar á honum svo hann henti til heimskautasiglinga og hefur síðan haldið í leiðangra víða um heimshöfin.

Dagmar Aaen var í Húsavíkurhöfn í vetur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s