Eyrún ÁR 66

1315. Eyrún ÁR 66 ex Eyrún GK 157.Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eyrún ÁR 66 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Hríseyinga og hét Eyrún EA 157.

Nýsmíði nr. 44 hjá stöðinni og var báturinn afhentur 11. júlí árið 1973. Báturinn var 24 brl. að stærð og smíðaður úr eik. Eigendur voru Árni Kristinsson skipstjóri, Mikael Sigurðsson og Tryggvi Ingimarsson,

Eyrún EA 157 var gerð út í Hrísey til ársins 1977 er hún var seld til Ólafsvíkur þar sem báturin hélt nafninu og fékk SH 57.

1982 er hann í Sandgerði sem Eyrún GK 157 en ári síðar er hann kominn til Þorlákshafnar og verður Eyrún ÁR 66. Eigandi Erlingur Ævarr Jónsson.

Á myndinni sést að búið er að byggja á bátinn hvalbak og brúin endurbætt.

Þegar Erlingur Ævarr keypti nýja og stærri Eyrúnu ÁR 66 frá Englandi árið 2000 varð sú gamla ÁR 26 um tíma en fékk síðan nafnið Eydís ÁR 26. Útgerð Sólsker ehf. en báturinn hét þessu nafni næstu árin en Margull ehf. gerði hann út árin 2004-2008.

Þá kaupir Kári GK ehf. bátinn sem fær nafnið Maggi Ölvers GK 33 en árið 2010 fær hann nafnið Sæljós GK 2 eftir að Nesbrú ehf. kaupir hann.

Árið 2016 er útgerðaraðili bátsins Útgerðarfélagið Styrmir ehf. en Nesbrú ehf. enn eigandi.

Báturinn var dreginn á land við Rif eftir að leki kom að honum í netaróðri í marsmánuði 2017 og þar er hann enn. Held ég.

1315. Sæljós GK 2 ex Maggi Ölvers GK 33. Ljósmynd Jón Steinar 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s