Sæmundur HF 85

638. Sæmundur HF 85 ex Sæmundur Sigurðsson HF 85. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1987.

Sæmundur HF 85 dregur hér netin í Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1987 en myndina tók Hreiðar Olgeirsson.

Sæmundur HF 85 hét áður Sæmundur Sigurðsson HF 85 og var í eigu Eiríks Ólafssonar í Hafnarfirði.

Á vefnum aba.is segir að báturinn var smíðaður úr eik á Akureyri, í skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, fyrir Ríkissjóð eftir teikningu Þorsteins Daníelssonar.

Báturinn var 38 brl. að stærð búinn 132 hestafla Kelvin aðalvél.

Árið 1950 er hann seldur Sigfúsi Þorleifssyni á Dalvík sem átti hann í sex ár. Báturinn fékk nafnið Börgvin EA 311.

Báturinn skiptir síðan sex sinnum um eigendur áður en fyrrnefndur Eiríkur kaupir hann haustið 1982 og gefur honum nafnið Sæmundur Sigurðsson HF 85. Því var svo breytt í Sæmundur HF 85 1985 en báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá 1988.

Nöfnin sem hann bar voru: 1950-1957: Björgvin EA 311. 1957-1969: Klængur ÁR 2. 1969-1972 Erlingur RE 65. 1972-1976 Guðmundur Tómasson VE 238. 1976-1977 Sæsvalan ÁR 65. 1977-1980: Edda HU 35. 1980-1985: Sæmundur Sigurðsson HF 85 og 1985-1988 Sæmundur HF 85. Heimild aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s