Egill ÍS 77

2340. Egill ÍS 77 ex Ásdís ÍS 402. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019.

Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á v/s Tý tók þessa mynd fyrir vestan á dögunum af dragnótarbátnum Agli ÍS 77.

S.E ehf. á bátinn og gerir út frá Þingeyri en að fyrirtækinu stendur Stefán Egilsson og kom báturinn í stað Egils ÍS 77 sem brann í ágúst árið 2017.

Egill ÍS 77 hét upphaflega Friðrik Bergmann SH 240 frá Ólafsvík og var smíðaður í Ósey í Hafnarfirði árið 1999. Hann var skutlengdur árið 2008.

Egill ÍS 77 er 19,9 metra langur, breidd hans er 4,99 metrar og hann mælist 64,51 BT að stærð. Aðalvél Caterpillar frá 1999.

Friðrik Bergmann SH 240 var seldur Hjallasandi ehf. árið 2004 og heimahöfn hans fluttist frá Ólafsvík til Rifs.

Árið 2007 var báturinn seldur og fékk nafnið Valgerður BA 45 og heimahöfn hans Patreksfjörður. 2012 heitir hann Margrét ÍS 147 og heimahöfnin Flateyri, 2013 er verður hann Margrét SH 177 og heimahöfnin aftur Rif.

Árið 2014 kaupir Mýrarholt ehf. bátinn sem fær nafnið Ásdís ÍS 2 og heimahöfnin Bolungarvík. Þegar Mýrarholt kaupir Örn KE 13 2017 og nefnir Ásdísi ÍS 2 er báturinn skráður Ásdís ÍS 402.

Það er skráningin á honum þegar Stefán Egilsson kaupir hann haustið 2017 og nefnir Egil ÍS 77.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s