Faldur og Sylvía

Faldur ex Faldur ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Faldur hét upphaflega Votaberg ÞH 153 og var smíðaður hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum fyrir útgerðarmann á Þórshöfn árið 1973. 

Í lok sama árs var hann seldur innanbæjar á Þórshöfn og fékk nafnið Faldur ÞH 153.

Sumarið 2001 var hann keyptur til Húsavíkur og veturinn þar á eftir notaður til að breyta honum í hvalaskoðunarbát.

Faldur hóf hvalaskoðunarsiglingar á vegum Gentle Giants sumarið 2002 og er enn að. Faldur er 18 brl. að stærð.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sylvía var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Í sumarbyrjun 2007 kaupir hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík bátinn frá Þingeyri og eftir breytingar í Slippstöðinni á Akureyri hóf hann hvalaskoðunarsiglingar um sumarið á Skjálfanda og gerir enn.

Sylvía er 29 brl. að stærð.

Heimildir eru m.a fengnar af vefnum aba.is, heimasíðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna og úr Íslenskum skipaskrám.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s