
Knörrinn var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1963 og hét upphaflega Auðunn EA 157 með heimahöfn í Hrísey.
Eftir að hafa verið gerður út til fiskveiða í rúm 30 ár eignaðist Norðursigling ehf. á Húsavík bátinn og breytti honum í hvalskoðunarbát. Knörrinn hóf siglingar vorið 1995 og siglir enn. Báturinn er 19 brl. að stærð.

Haukur var smíðaður í Skipasmíðastöð Jóns Jónassonar við Elliðaárvog í Reykjavík árið 1973 og hét upphaflega Sigurður Baldvin KE 22. Sama ár var hann seldur vestur á firði þar sem hann fékk núverandi nafn.
Norðursigling keypti hann árið 1996 og sumarið á eftir hóf hann hvalaskoðunarsiglingar frá Húsavík. Árið 2002 var honum breytt í tveggja mastra skonnortu með bugspjóti. Haukur er 19 brl. að stærð.

Náttfari var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1965 og hét upphaflega Þróttur SH 4.
Þróttur, sem var fyrsti báturinn sem Skipavík smíðaði, hét ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en Norðursigling keypti bátinn árið 1998. Þá hafði hann legið um árabil í reiðuleysi austur á fjörðum.
Náttfari hóf síðan hvalaskoðunarsiglingar sumarið 1999. Náttfari er 60 brl. að stærð.
Heimildir eru m.a fengnar af vefnum aba.is, heimasíðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna og úr Íslenskum skipaskrám.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution