Már SH 127

1552. Már SH 127. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Skuttogarinn Már SH 127 kemur hér til hafnar í Ólafsvík, Fonsi tók myndina um árið.

Már SH 127 var annar tveggja skuttorgar sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga eftir þessari teikningu í Portúgal. Hinn var Jón Baldvinsson RE 208. Már var smíðaður 1980 en seldur til Rússlands skömmu fyrir aldamót eftir sameiningu nokkurra fyrirtækja.

Í 7. tölublaði Ægis segir m.a svo frá:

14. maí s.l. bættist nýr skuttogari við fiskiskipastól landsmanna, en þann dag kom skuttogarinn Már SH-127 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Ólafsvíkur.

Már SH er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Navais De Viana Do Castelo, EP í Portugal, og er smíðanúmer 111 hjá stöðinni. Þetta er fyrsta fiskiskipið sem Portúgalir smíða fyrir Íslendinga, en samið var um smíði þess og annars systurskips í ágúst árið 1978. $íðara skipið, m/s Jón Baldvinsson RE, er nýlega komið til landsins.

Már SH er smíðaður eftir norskri teikningu frá fyrirtækinu Ankerlökken Marine A/S, sömu teikningu og skuttogarinn Júlíus Geirmundsson IS, sem var smíðaður í Noregi og kom í júní á s.l. ári.

Már SH er í eigu Útvers hf. í Ólafsvlk, en að því fyrirtœki standa fiskverkunarstöðvar í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi, og Ólafsvíkurhreppur. Skipstjóri á skipinu er Sigurður Pétursson og 1. vélstjóri Garðar Rafnsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Kristján Pálsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s