Helga María AK 16 leigð til hafrannsókna við Grænland í sumar

1868 Helga María AK 16 ex Haraldur Kristjánsson HF 2. Ljósmynd Þór Jónsson.

HB Grandi undirritaði samning í vikunni um leigu á ísfisktogaranum Helgu Maríu, ásamt 11 manna áhöfn, til Grønlands Naturinstitut. 

Á heimasíðu HB Granda hf. segir að þar verði skipið við hafrannsóknir á hafsvæðinu við Grænland í 3 mánuði í sumar.

Grænlendingarnir eru að láta smíða nýtt hafrannsóknarskip á Spáni, sem verður ekki tilbúið fyrr en um vorið 2021. Í dag eru þeir ekki með rannsóknarskip og leigja því skip til að brúa tímann þar til nýja skipið verður tilbúið.

Auk 11 manna áhafnar frá HB Granda, verða allt að 10 vísindamenn frá Grønlands Naturinstitut um borð við rannsóknir.

Áætlað er að Helga María haldi frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi 10. júní nk. Skipstjóri verður Heimir Guðbjörnsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s