Jón Finnsson GK 506

1283. Jón Finnsson GK 506 ex Havbas. Ljósmynd Leifur Hákonarson 1974.

Jón Finnsson GK 506 liggur hér í höfn í Reykjavík sumarið 1974 og senn skal haldið í Norðursjóinn. Liggur utan á Sigurði RE 4.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða h/f í Garði og var keyptur frá Noregi árið 1972. Hann var smíðaður í Smedvik Mek. Verksted, í Tjörvaag og hét áður Havbas. Hann var lengdur um 6,1 metra árið 1971.

Svo sagði frá komu hans í Morgunblaðinu 9. desember það ár:

Nýr bátur bættist flota landsmanna sl. fimmtudag, en þá kom til Keflavíkur, Jón Finnsson GK 506, 309 lesta skip. Jón Finnsson var keyptur fyrir nokkru í Noregi, en hann er þriggja ára gamalt skip en hann er þriggja ára gamalt skip.

Eigendur skipsins eru Gauksstaðir h.f. í Garði. Báturinn reyndist vel á heimsiglingu, en skipið er búið 900 ha Wichmann-vél. Þessi bátur er 5. báturinn, sem ber þetta nafn. Jón Finnsson sá fjórði var seldur á Eskifjörð og heitir nú Friðþjófur. Hann er 165 lestir.

Jón Finnsson fer nú á net, síðan loðnu og það sem til fellur. Skipstjóri er Gísli Jóhannesson.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða hf. í Garði til ársins 1978 er hann var seldur Gísla Jóhannessyni í Reykjavík. Hann var yfirbyggður 1976 og gerður út hér við land til ársins 1985 að hann var seldur til Chile.

Þar hélt hann nafninu og er enn að sem seiðaflutningaskip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s