
Una SU 89 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn um árið en báturinn var frá Eskifirði.
Una SU 89 var smíðuð hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta sf. á Akureyri árið 1972 og mældist 16 brl. að stærð
Báturinn var smíðaður fyrir Karl Hólm, Inga Friðbjörnsson og Pál Þorsteinsson á Sauðárkróki sem nefndu bátinn Sunnu SK 14.
Þeir áttu bátinn í um hálft ár en þá seldu þeir Óla Ægi Þorsteinssyni á Þórshöfn bátinn sem nefndi hann Litlanes ÞH 52.
Óli átti hann til ársins 1976 en þá var hann er seldur til Seyðisfjarðar þar sem hann heldur Litlanesnafninu en verður NS 51.
Báturinn hefur síðan heitið nöfnunum Litlanes SF 5, Jón Kjartan HU HU 27, Bragi SU 274, Bragi GK 274, Leynir GK 8, Leynir SU 89 og loks Una SU 89 sem var hans síðasta nafn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution