
Þór Jónsson tók þessar myndir af Fróða II ÁR 38 koma til hafnar á Djúpavogi.
Fróði II ÁR 38 hét áður Endeavour III og var smíðaður árið 1998 í Macduff Yard í Skotlandi. Hann er 27,41 metrar að lengd og 8,52 að breidd.

Rammi hf. keypti bátinn í lok árs 2007 og kom hann til landsins um miðjan apríl 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution