
Barcelona Express kom til hafnar í Malaga í dag og smellti ég myndum af því við það tækifæri.
Þetta skip, sem siglir undir fána Hong Kong, var smíðað hjá Hanjin Subic Shipyard í Olongapo á Filippseyjum árið 2014.
Það er 227 metra langt, 37 metrar að breidd og mælist 41,268 GT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution