
Sturlaugur H Böðvarsson AK 105, áður AK 10, hefur fengið nafnið Mars RE 13 samkvæmt vef Fiskistofu.
Morgunblaðið greinir frá því í dag að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi keypt togarann af HB Granda hf. í byrjun febrúar. Sturlaugur H fór sína síðsutu veiðiferð fyrir HB Granda í febrúar 2018 en síðan leysti Akurey AK 10 hann af hólmi.
Mars RE 13 hét upphaflega Sigurfari II SH 105, 431 brl. að stærð og smíðaður hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi fyrir Grundfirðinga.
Haraldur Böðvarsson & co á Akranesi keypti togarann snemma árs 1986 og gaf honum þá nafnið Sturlaugur H Böðvarsson AK 10. Togarinn varð síðan í eigu HB Granda eftir að Haraldur Böðvarsson & co og Grandi sameinuðust 1. janúar 2004 undir nafninu HB Grandi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Besta mál að Stulli fari ekki pottinn og eigi framhaldslíf á heima og smíðaslóð .kv. sunnan frá Faxaflóa. AE.
Líkar viðLíkar við