
Hér er verið að hífa Vörð ÞH 44 um borð í flutningaskipið Jumbo Jubille í nótt austur í Víetnam.
Skip þetta mun flytja Vörð ÞH 44 til Noregs og með í för verða Áskell ÞH 48, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25.
Þessi skip eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni sem íslensk útgerðarfyrirtæki sömdu um við Vard, sem rekur m.a. skipasmíðastöðvar í Noregi, Rúmeníu og Brasilíu, auk Víetnams.
Meðfylgandi mynd er fengin af Fésbókarsíðu Gjögurs hf. og birt með leyfi frá fyrirtækinu.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Já þetta er magnað ,fanta góðir kranamenn (hásetar) og skipið öflugt ,ætli séu um 200tonn þarna í króknum ? kv.AE
Líkar viðLíkar við