Vörður ÞH 44 kominn um borð í Jumbo Jubilee

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Gjögur hf. 2019.

Hér er verið að hífa Vörð ÞH 44 um borð í flutningaskipið Jumbo Jubille í nótt austur í Víetnam.

Skip þetta mun flytja Vörð ÞH 44 til Noregs og með í för verða Áskell ÞH 48, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25.

Þessi skip eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverk­efni sem ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki sömdu um við Vard, sem rek­ur m.a. skipa­smíðastöðvar í Nor­egi, Rúm­en­íu og Bras­il­íu, auk Víet­nams.

Meðfylgandi mynd er fengin af Fésbókarsíðu Gjögurs hf. og birt með leyfi frá fyrirtækinu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

1 athugasemd á “Vörður ÞH 44 kominn um borð í Jumbo Jubilee

Færðu inn athugasemd