1892. Hulda ÍS 448. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Rækjubáturinn Hulda ÍS 448 frá Ísafirði er hér á togslóðinni úti fyrir Norðurlandi árið 1989 að mig minnir. Hulda ÍS 448 var smíðuð í Svíþjóð fyrir Arnór Sigurðsson skipstjóra og útgerðarmann á Ísafirði. Í 12. tbl. Ægis 1988 segir m.a svo frá: Nýtt frambyggt stálfiskiskip, m/s Hulda ÍS … Halda áfram að lesa Hulda ÍS 448
Day: 22. mars, 2019
Geiri Péturs ÞH 344
1207. Geiri Péturs Þh 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1983. Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 tók þessa mynd af Geira Péturs ÞH 344 á vetrarvertíð á Breiðafirði. Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 og hét upphaflega Sigurbergur GK 212. Korri h/f á Húsavík keypti Sigurberg … Halda áfram að lesa Geiri Péturs ÞH 344
Aldey ÞH 110
1245. Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Rækjubáturinn Aldey ÞH 110 á landleið á Skjálfanda um árið. Báturinn var smíðaður árið 1972 á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Erling Pétursson í Vestmannaeyjum. Hann hét upphaflega Surtsey VE 2. Í upphafi mældist hann 105 brl. að stærð og var með MWM … Halda áfram að lesa Aldey ÞH 110


