
Nesfiskur hf. í Garði hefur gert kauptilboð í tvö skip í eigu Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði.
Fiskifréttir greina frá þessu í nýjasta tölublaði sínu en um er að ræða Hvanney SF 51 og Steinunni SF 10. Bæði skipin eru um 29 metrar á lengd og smíðuð í Kína árið 2001.
Hvanney SF 51 hét upphaflega Happasæll KE 94 en Skinney-Þinganes keypti hann sumarið 2004 og nefndi Hvanney. Hvanney hefur stundað dragnóta-, tog- og netaveiðar.

Steinunn SF 10 hét upphaflega Helga RE 49 en Skinney-Þinganes keypti hana árið 2005 og gaf nafnið Steinunn SF 10. Steinunn hefur stundað togveiðar allt árið um hring.
Nánar má lesa um þessi kaup Nesfisks á skipunum tveim í Fiskisfréttum.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution