
Jón Steinar tók þessa myndasyrpu af línubátnum Gísla Súrssyni GK koma til hafnar í Grindavík síðdegis í dag.

Ljósmyndarinn sagði að það hefði verið bölvað skítviðri og mígandi rigning.

Gísli Súrsson GK 8 er gerður út af Einhamri Seafood í Grindavík líkt og systubátarnir Auður Vésteins SU 88 og Vésteinn GK 88. Þeir eru allir af gerðinni Cleopatra 50 frá Trefjum.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution