
Eyjafréttir segja frá því í dag að uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins sé til sölu.
Álsey var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1987 en keypt til landsins 2007. Hét áður Delta H. Álsey VE 2 er 66,65 metrar á lengd og 12,60 metra breið. Mælist 2,156 BT að stærð búin 4012 hestafla Bergen Diesel aðalvél.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution