
Nýjasta skip Eyjaflotans, Breki VE 61, kom til hafnar í Vestmannaeyjum síðdegis í dag og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þá.
Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 og kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti þann 6. maí sama ár.
Það var ólíkt betra veðrið þá enda snarvitlaust veður í Eyjum í dag.

Breki VE 61 á sér systurskip eins og flestir vita sem sækja þessa síðu heim en það er Páll Pálsson ÍS 102.
Skipin eru hönnuð af verkfræðistofunni Skipasýn og eru um 50 metra löng og 13 metra breið.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution