Cuxhaven NC 100 á Eyjafirði

Cuxhaven NC 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Cuxhaven NC 100 er hér á siglingu undir Ólafsfjarðarmúla á leið sinni til Akureyrar í októbermánuði í fyrra.

Skipið hafði verið við grálúðu- og karfaveiðar við Grænland og kom til löndunar á Akureyri. Við Haukur Sigtryggur fórum með Sigurjóni Herbertssyni á Fanney EA 82 til móts við togarann og tókum alveg heil ósköp af myndum.

Cuxhaven NC 100 er í eigu Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi. Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi.

Á heimasíðu Samherja segir að Cuxhaven hafi verið fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 27 ár en það skip bar einnig nafnið Cuxhaven. Systurskip Cuxhaven NC 100, Berlin NC 105, kom svo í kjölfarið og hóf veiðar síðla árs 2017.

Fyrirtæki sem eru Samherji kemur að eiga einnig Kirkella H 7 og Emeraude SM 934017 sem eru sömu gerðar og Cuxhaven og Berlin.

Cuxhaven NC 100, Hrólfssker á Eyjafirði th. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s