Karólína komin heim úr skverun

2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Línubáturinn Karólína ÞH 100 kom til Húsavíkur í dag eftir um þriggja vikna slipp á Siglufirði. Báturinn er eins og nýr á að líta en hann var sprautaður að utan sem innan auk þess sem farið var í vélina á honum. Karólína er að verða 14 ára … Halda áfram að lesa Karólína komin heim úr skverun

Jeanette komin aftur

IMO 9357509. Jeanette ex Jeannette. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Jeanette kom til Húsavíkur í gærkveldi með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka. Skipið var hér í júnímánuði sl. í sömu erindagjörðum og þá var veður svipað og í dag eins og sjá má hér. Skipið var smíðað árið 2007 og bar nafnið Anet fyrstu … Halda áfram að lesa Jeanette komin aftur

Mark fyrir utan Grindavík

IMO:9690688.  Mark ROS 777. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021. Þýski frystitogarinn Mark kom upp að Grindavík í fyrrinótt, sennilega í þeim erindagjörðum setja menn í land. Jón Steinar tók meðfylgjandi mynd og sagði m.a á síðu sinni: Hann kom hér upp að landinu úr vestri og hélt svo hér austur með eftir að hafa skilað … Halda áfram að lesa Mark fyrir utan Grindavík