Crystal Endeavor á Skjálfanda

IMO 9821873. Crystal Endeavor á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Skemmti­ferðaskipið Crystal Endea­vor, sem er í jóm­frú­ar­ferð sinni við Íslands­strend­ur, kom til Húsavíkur í dag og lét aftur úr höfn eftir kvöldmat.

Á myndinni er skipið að skríða af stað og hafnsögubáturinn Sleipnir að snúa til hafnar.

Skipið sem er sex stjörnu lúx­ussnekkja upp frá Reykja­vík­ með 200 farþega, flesta Banda­ríkja­menn sem komu með flugi til lands­ins. Áhöfnin er jafnfjölmenn.

Á mbl.is kom fram að skipið mun mun sigla fimm hringi í kring­um Ísland í júlí og ág­úst. Þeir sem ekki fara í kynn­is­ferðir frá skips­fjöl frílysta sig gjarn­an í bæn­um og setja sinn svip á hann. Auk Pat­reks­fjarðar er komið við á Ísaf­irði, Sigluf­irði, Húsa­vík, Seyðis­firði, í Heima­ey og Reykja­vík.

Crystal Endeavor er 168 metra langt og 28 metra breitt og smíðaár er 2021. Það siglir undir fána Bahamas.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s