
Skemmtiferðaskipið Crystal Endeavor, sem er í jómfrúarferð sinni við Íslandsstrendur, kom til Húsavíkur í dag og lét aftur úr höfn eftir kvöldmat.
Á myndinni er skipið að skríða af stað og hafnsögubáturinn Sleipnir að snúa til hafnar.
Skipið sem er sex stjörnu lúxussnekkja upp frá Reykjavík með 200 farþega, flesta Bandaríkjamenn sem komu með flugi til landsins. Áhöfnin er jafnfjölmenn.
Á mbl.is kom fram að skipið mun mun sigla fimm hringi í kringum Ísland í júlí og ágúst. Þeir sem ekki fara í kynnisferðir frá skipsfjöl frílysta sig gjarnan í bænum og setja sinn svip á hann. Auk Patreksfjarðar er komið við á Ísafirði, Siglufirði, Húsavík, Seyðisfirði, í Heimaey og Reykjavík.
Crystal Endeavor er 168 metra langt og 28 metra breitt og smíðaár er 2021. Það siglir undir fána Bahamas.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution