Karólína komin heim úr skverun

2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Karólína ÞH 100 kom til Húsavíkur í dag eftir um þriggja vikna slipp á Siglufirði.

Báturinn er eins og nýr á að líta en hann var sprautaður að utan sem innan auk þess sem farið var í vélina á honum.

Karólína er að verða 14 ára gömul og að sögn Hauks Eiðssonar skipstjóra og útgerðarmanns hafa þeir fiskað hátt í 9000 tonn á bátinn. Haukur og Örn Arngrímsson hafa verið á bátnum frá upphafi.

Karólína ÞH 100 er í eigu Doddu ehf. á Húsavík og var smíðuð hjá Samtak í Hafnarfirði. Af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn er 11,94 metrar að lengd, 4,18 metrar á breidd og mælist 14,92 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s