Garðar

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Norðursiglingarbáturinn Garðar kemur hér úr hvalaskoðunarferð eftir hádegi í dag en renniblíða var á Skjálfandaflóa.

Garðar hét upphaflega og lengst af Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá Ólafsvík. Smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Dverg hf. í Esbjerg í Danmörku árið 1964.

Norðursigling ehf. á Húsavík keypti bátinn haustið 2006 og gerði upp til siglinga með ferðamenn. Hann hóf siglingar sumarið 2009.

Lengd hans er 28 metrar, breiddin 6,43 metrar og mælist hann 109 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution