Ronja Tind á Húsavík

IMO 9743801. Ronja Tind ex Oytind.Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Brunnskipið Ronja Tind er á Húsavík í dag að taka seiði frá Rifósi og flytja austur á firði. Donnalaks var hér sömu erinda um helgina.

Ronja Tind var smíðuð í Aas-skipasmíðastöðinni í Vestnes, Noregi árið 2015 og hét upphaflega Oytind.

Ronja Tind er 70 metra langt og 12 metra breitt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hathor kom með drumba

IMO 9373280. Hathor. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Hathor kom til Húsavíkur um helgina og lagðist að Bökugarðinun þar skipað var upp trédrumbum fyrir PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Midwolda.

Þða er 89 metra langt, 13 metra breitt og mælist 2,545 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution