
Flutningaskipið Jeanette kom til Húsavíkur í gærkveldi með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.
Skipið var hér í júnímánuði sl. í sömu erindagjörðum og þá var veður svipað og í dag eins og sjá má hér.
Skipið var smíðað árið 2007 og bar nafnið Anet fyrstu tvö árin og síðan Jeannette í ár en frá árinu 2001 það nafn sem það ber á myndinni.
Skipið, sem siglir undir hollenskum fána, er 110 metra langt, breidd þess er 14 metrar og það mælist 3990 GT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.