Varðskipið Týr

1421. V/S Týr á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Varðskipið Týr kom til Húsavíkur síðdegis í dag og lagðist við Bökugarðinn og það ekki í fyrsta skipti. Spurning hvort þetta hafi verið í síðasta skipti.

Týr var smíðaður í Danmörku og kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Reykjavík sumarið 1975.

Hér má lesa ágrip af magnaðri sögu varðskipsins

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stálvík SI 1 við bryggju á Siglufirði

1326. Stálvík SI 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skuttogarinn Stálvík SI 1 er hér við bryggju á Siglufirði, sennilega vorið eða sumarið 1989.

Stálvík var fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var á Íslandi og fór smíðin fram árið 1973 í Stálvík hf. í Garðabæ.

Togarinn var smíðaður fyrir Þormóð ramma hf. á Siglufirði og var 314 brl. að stærð. Hún var lengd árið 1986 og mældist þá 364 brl. að stærð.

Stálvík var lagt 2004 og fór til Danmerkur til niðurrifs árið 2005 en hún var alla tíð gerð út frá Siglufirði. Þess má geta að hún var blá að lit í restina eftir sameiningu Þromóðs ramma við Sæberg á Ólafsfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þröstur ÓF 42

6931. Þröstur ÓF 42 ex Smári ÓF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Strandveiðibáturinn Þröstur ÓF 42 kemur hér að landi á Siglufirði fyrir skömmu en hann hét upphaflega Smári ÓF 20 en hann var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak ehf. í Hafnarfirði árið 1987.

Það er Frímann Ingólfsson sem á og gerir Þröst út en hann keypti bátinn af Smára ehf. árið 2017.

Hér má sjá fleiri myndir af bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution