Varðskipið Týr

1421. V/S Týr á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Varðskipið Týr kom til Húsavíkur síðdegis í dag og lagðist við Bökugarðinn og það ekki í fyrsta skipti. Spurning hvort þetta hafi verið í síðasta skipti. Týr var smíðaður í Danmörku og kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Reykjavík sumarið 1975. Hér má lesa ágrip … Halda áfram að lesa Varðskipið Týr

Stálvík SI 1 við bryggju á Siglufirði

1326. Stálvík SI 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skuttogarinn Stálvík SI 1 er hér við bryggju á Siglufirði, sennilega vorið eða sumarið 1989. Stálvík var fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var á Íslandi og fór smíðin fram árið 1973 í Stálvík hf. í Garðabæ. Togarinn var smíðaður fyrir Þormóð ramma hf. á Siglufirði og var 314 brl. … Halda áfram að lesa Stálvík SI 1 við bryggju á Siglufirði

Þröstur ÓF 42

6931. Þröstur ÓF 42 ex Smári ÓF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Strandveiðibáturinn Þröstur ÓF 42 kemur hér að landi á Siglufirði fyrir skömmu en hann hét upphaflega Smári ÓF 20 en hann var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak ehf. í Hafnarfirði árið 1987. Það er Frímann Ingólfsson sem á og gerir Þröst út en hann … Halda áfram að lesa Þröstur ÓF 42