NG Endurance kom til Húsavíkur

IMO:9842554. National Geographic Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Farþegaskipið National Geographic Endurance kom til Húsavíkur síðdegis í gær og lét aftur úr höfn síðar um kvöldið.

NG Endurance var smíðað árið 2020 og er í sinni jómfrúarferð. Á vef Faxa­flóa­hafna segir frá því að skipinu hafi formlega verið gefið nafn í Reykjavík á dögunum.

Þar segir einnig:

NG Endurance mun sigla hring í kringum Ísland og hafa viðkomu á nokkrum áfangastöðum. Síðan mun skipið taka smá krók, þ.e. sigla meðfram Grænlandi og Norðurslóðum.  Áhöfn NG Endurance er bólusett og kemur með skipinu þegar það kemur til landsins. Farþegar er einnig bólusettir og munu koma í gegnum Keflavíkurflugvöll, þar sem öllum sóttvarnarreglum er framfylgt.

NG Endurance er 125 metra langt og 22 metra breitt og siglir undir fána Bahamas. Eigandi er skipafélagið Lindblad Expeditions.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s