Nýr bátur á Húsavík

7311. Hanna Ellerts SH 4 ex Korri SH 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Nýr bátur, Hanna Ellerts SH 4, kom til Húsavíkur eftir siglingu frá Stykkishólmi þaðan sem báturinn var keyptur.

Um er að ræða níu metra langan Sómabát, smíðaðan árið 1991 í Bátasmiðju Guðmundar.

Upphaflega hét báturinn Þyrí HF 42 en hefur í gegnum tíðina heitið þó nokkrum nöfnum. S.s. Sigurvík, Draupnir, Tímon, Katrín, Ásdís, Venni og Korri.

Það er Eyrarvík ehf. sem keypti bátinn til Húsavíkur en að því fyrirtæki standa Sigurjón Sigurbjörnsson og Sigurgeir Pétursson. Þeir hyggjast m.a nota bátinn til Flateyjarferða en báðir eiga þeir ættir að rekja þangað.

Að sögn Sigurgeirs mun báturinn sennilega fá nafnið Njörður ÞH 112.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Jón Ásbjörnsson RE 777 á Siglufirði

2755. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hérna kemur myndasyrpa af línubátnum Jóni Ásbjörnssyni RE 777 sem ég tók á Siglufirði fyrir skömmu.

Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. á Hornafirði og hét Ragnar SF 550 til ársins 2013. Það ár var báturinn seldur Fiskkaup hf. í Reykjavík sem gaf honum nafnið Jón Ásbjörnsson RE 777.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.