Konsúll kemur úr hvalaskoðun

2938. Konsúll. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Farþegabáturinn Konsúll kemur hér úr hvalaskoðun á Eyjafirði í gær undir öruggri skipstjórna Adda skólabróður.

Konsúll var smíðaður árið 1985 en bættist í hvalaskoðunarflota Íslendinga vorið 2017 þegar SHB Hvalaskoðun ehf. keypti hann frá Noregi.

Ambassador ehf. gerði hann út til hvalaskoðunar frá Akureyri en í dag er báturinn í eigu Akureyri Whalewatching ehf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Goðaborg SU 16

1068. Goðaborg SU 16 ex Sænes SU 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Goðaborg SU 16 liggur hér við bryggju á Seyðisfirði í vikunni en báturinn er í eigu Gullrúnar ehf. og er með heimahöfn á Breiðdalsvík.

Báturinn var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1968. Upphaflega hét báturinn Valur NK 108 en lengi vel hét hann Arnþór EA 16 frá Árskógssandi.

Síðan hét hann m.a Fossborg ÁR, Helguvík ÁR, Sæmundur GK og Sæmundur SF og Sæljós GK og árið 2010 var hann kominn á Djúpavog þar sem hann fékk nafnið Sænes SU 44.

Það var svo árið 2020 sem Gullrún ehf. á Breiðdalsvík kaupir bátinn og hann fær nafnið Goðaborg SU 16.

Báturinn hefur verið lengdur, settur á hann hvalbakur og ný brú. Hann er 64.7 brúttótonn, 21 metri að lengd og 4.8 metrar á breidd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution