Elín ÞH 7

7683. Elín ÞH 7 ex Karen Dís SU 87. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Strandveiðibáturinn Elín ÞH 7 kemur hér að landi á Húsavík í gær en báturinn er gerður út af Viðari Sigurðssyni og Elínu Hartmannsdóttur.

Elín Hét áður Karen Dís SU 87 og var smíðuð árið 2010 og var með heimahöfn á Stöðvarfirði.

Viðar og Elín keyptu bátinn til Húsavíkur árið 2012 og gáfu honum nafnið Elín ÞH 7 og hafa gert hann út til strandveiða á sumrin.

Árið 2013 fór báturinn í breytingar hjá Baldri Halldórssyni ehf. við Hlíðarenda á Akureyri. Þær fólust m.a í því að yfirbyggingin var hækkuð og báturinn lengdur um tvo metra.

Hann mælist í dag 8,19 metrar að lengd og 4,57 BT að stærð.

Hér að neðan eru myndir frá 2012 og 2014 sem sýna vel muninn á bátnum fyrir og eftir breytingar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s