Breytingar á skipastól Síldarvinnslunnar

2677. Bergur VE 44 ex Brodd 1. Ljósmynd Þór Jónsson 2021.

Bergur ehf. í Vestmannaeyjum hefur samþykkt sölu á Berg VE 44 til Vísis í Grindavík. Skipið verður afhent nýjum eigendum í ágúst á þessu ári. 

Í tilkynningu á vef Síldarvinnslunnar kemur fram að Bergur er með tæplega 1600 þorskígildi, en skipið er selt án aflaheimilda. Bergur ehf. mun í kjölfarið kaupa Bergey VE 144 af móðurfélagi sínu Bergi Hugin ehf.

Er um að ræða hagræðingaraðgerðir til að auka nýtingu skipa félagsins. Þess skal getið að skerðingar Síldarvinnslusamstæðunnar námu um 1500 tonnum í bolfiski fyrir komandi fiskveiðiár.

Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Runólfur Hallfreðsson ehf., hefur einnig gengið frá sölu á uppsjávarskipinu Bjarna Ólafssyni AK 70 til erlendra aðila. Salan er þó háð ákveðnum fyrirvörum af hálfu kaupenda sem munu skýrast innan mánaðar.

Ef af verður mun skipið verða afhent nýjum eigendum á haustmánuðum. Eins og kunnugt er tók Síldarvinnslan á móti nýju skipi í júníbyrjun sem fékk nafnið Börkur. Í kjölfarið mun eldri Börkur fá nafnið Bjarni Ólafsson AK 70 og munu áhöfn og aflaheimildir þá flytjast á milli.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tímamót í lífi manns

Gísli V. Jónsson á brúarvængnum á Páli Jónssyni GK.Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Í gær sigldi Gísli V. Jónsson skipi sínu, Páli Jónssyni GK 7, í síðasta sinn til hafnar í heimahöfn í Grindavík.

Jón Steinar var með myndavélina á lofti og tók meðfylgjandi myndir af Páli Jónssyni GK 7 sem og kallinum en á síðus sína Báta og bryggjubrölt skrifaði hann;

Gísli hefur verið verið til sjós frá árinu 1966, samtals 55 ár og þar af 48 ár sem skipstjóri og Báta og bryggjubrölt var á staðnum og myndaði þennan merkis viðburð.

Skipsstjóraferill Gísla hjá Vísi hf spannar 25 ár fyrst með Frey GK, sem hann hafði átt sjálf­ur og gert út. Tók svo við Páli Jóns­syni, og fór í fyrsta túr 11. sept­em­ber 2001, þann eft­ir­minni­lega dag þegar árás­irn­ar voru gerðar á tví­bura­t­urn­ana í New York.

Á þeim 19 árum sem hann var með bát­inn fiskuðust alls um 60 þúsund tonn á hann sem er ansi gott. Á nýja Páli hef­ur líka gengið ljóm­andi vel.Gísli kveðst að þessum kafla loknum ætla snúa sér að ferðalögum og njóta lífsins, þar sem heilsan sé góð og lífskrafturinn enn til staðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution