
Skálafell SH 240 var smíðað úr furu og eik árið 1972 á Siglufirði fyrir þá Gunnar Gunnarsson og Kristján Helgason í Ólafsvík.
Myndin kemur úr safni Helga Kristjánssonar en Kristján faðir hans, annar eigenda, tók myndina.
Báturinn, sem var tæpar 12 brl. að stærð búinn 108 hestafla Powa Marinevél, sökk þann 24. janúar 1974 skammt út af Sandgerði eftir að brotsjór reið yfir bátinn. Áhöfninni, þremur mönnum, var bjargað um borð í Víði II úr Garði.
Nýbúið var að kaupa Skálafellið suður og var það í sínum fyrsta róðri.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution