Baldvin Njálsson GK 400

2182. Baldvin Njálsson GK 400 ex Rán HF 4. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 er í eigu Nesfisks í Garðinum og hefur verið svo frá árinu 2005.

Togarinn var smíðaður í Vigó á Spáni 1990 (1991 segir sum staðar) fyrir Norðmenn og hét upphaflega Grinnøy. Keyptur til Seyðisfjarðar 1992 og kom fyrst til nýrrar heimahafnar 25. ágúst. Togarinn fékk nafnið Ottó Wathne NS 90 og var í eigu samnefnds fyrirtækis. 

Stálskip í Hafnarfirði kaupir togarann snemma árs 1994 og fær hann þá nafnið Rán HF 42. 2005 fær hann svo núverandi nafn þegar Nesfiskur í Garði kaupir togarann.

Eins og kunnugt er þá á Nesfiskur í Garði nýjan Baldvin Njálsson í smíðum í skipasmíðastöðinni Armon í Vigo á Spáni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s