Lómur SH 177

368. Lómur SH 177 ex Sif HU 39. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Lómur SH 177 kemur hér að landi í Ólafsvík um árið og ef ég man rétt var ég við það að missa af þessu tækifæri til að mynd hann.

Það skýrir kanski bílinn hér í vinstra horninu, ekki bara bílspegill þarna á ferðinni heldur góður partur bílsins sem er af Moskvitchgerð.

Lómur SH 177 hét upphaflega Dalaröst NK 25 og kom til landsins nýsmíðaður frá Danmörku vorið 1959.

Í Austurlandi 13. mars 1959 sagði svo frá komu bátsins:

Í gærkvöldi kom hingað nýr fiskibátur, smíðaður í Nyköbing Mars Danmörku eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Báturinn er 69 smálestir með 360 hestafla Blackstöne Lister vél og búinn öllum nýjustu siglingatækjum m. a. Decca ratsjá.

Báturinn er mjög vandaður að öllum frágangi. Hann var aðeins 3 sólarhringa og 20 klukkustundir frá Nyköbing Mors, en það er bær lítið eitt stærri en Akureyri, sem stendur við Limafjörðinn á Jótlandi.

Kom báturinn við í Færeyjum á heimleið. Skipstjóri á bátnum er Þorleifur Þorleifsson og sigldi hann honum til landsins. Fyrsti vélstjóri er Rögnvaldur Sigurðsson, en stýrimaður verður Þórður Víglundsson.

Báturinn heitir Dalaröst NK 25. Eigandi er hlutafélagið Glettingur en aðal hluthafar í því eru Eyþór Þórðarson kennari, Þorleifur Þorleifsson skipstjóri og Björgvin Jónsson kaupfélagsstjóri Seyðisfirði, sem jafnframt er framkvæmdastj. félagsins. Báturinn fór strax í morgun til Seyðisfjarðar, en fer fljótlega til Keflavíkur, en þangað er hann leigður í vetur.

Í ágústmánuði 1965 var Dalaröstin seld Meitlinum h/f í Þorlákshöfn en þar fékk hann nafnið Ögmundur ÁR 10. Í nóvember 1973 var báturinn seldur Hafliða h/f í Þorlákshöfn og fékk nafnið Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10.

Í árslok 1976 var báturinn seldur Sif h/f á Hvammstanga og fékk hann nafnið Sif HU 39. Í nóvember 1982 kaupa Friðrik Friðriksson, Birgir Karlsson og Guðmann Jóhannsson á Hvammstanga bátinn sem heldur nafni sínu.

1978 var skipt um vél í bátnum og sett í hann 425 hestafla Caterpillar í stað Listersins.

Það er svo vorið 1983 sem Guðmundur Svavarsson og Kristinn V. Sveinbjörnsson í Ólafsvík kaupa bátinn og nefna Lóm SH 177 með heimahöfn í Ólafsvík. Heimild: Íslensk skip.

Í árslok 1988 leysti yngri og stærri Lómur SH 177 þennan af hólmi sem fékk þá um stundarsakir nafnið Lómur II.

Haustið 1989 var báturinn kominn á Brjánslæk og fékk nafnið Magnús BA 157, 1991 fékk hann nafnið Bjargey BA 407. Árið 1993 fékk báturinn sitt síðasta nafn sem var Hrauney BA 407.

Hrauney BA 407 var brennd á áramótabrennu Ísfirðinga 1999 en báturinn hafði verið dreginn vestur eftir að hafa legið lengi í Hafnarfjarðarhöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Lómur SH 177

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s