Erling KE 45

1361. Erling KE 45 ex Seley SU 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Erling KE 45, sem sést hér á myndinni fyrir ofan við bryggju á Húsavík, var smíðaður í Noregi árið 1969 en keypt hingað til lands árið 1974.

Upphaflega hét skipið Stjernøysund og var frá Hammerfest. Það var smíðað eins og áður segir árið 1969 en smíðin fór fram hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri í Uskedal.

Það var Smári h/f í Ólafsvík sem keypti skipið til landins og gaf því nafnið Pétur Jóhannsson SH 207. Það var 36,60 metrar að lengd, 7,47 metrar á breidd og mældist 236 brl. að stærð. Aðalvélin 700 hestafla Wichmann.

Pétur Jóhannsson var seldur Höfn h/f á Siglufirði í árslok 1976 og tæpu ári síðar austur á firði. Kaupendur voru Ingvi Rafn Albertsson, Askja h/f og Friðþjófur h/f og fékk skipið nafnið Seley SU 10 með heimahöfn á Eskifirði.

Skipið var yfirbyggt árið 1977.

Haustið 1982 var Seley SU 10 seld Saltveru h/f í Ytri-Njarðvík sem gaf henni nafnið Erling KE 45. Árið 1985 var skipt um aðalvél og kom 1100 hestafla B&W Man í skipið í stað Wichmannsvélarinnar.

Erling KE 45 var lengdur um tíu metra árið 1986 og mældist eftir það 328 brl. að stærð. Fór sú framkvæmd fram í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Örlög Erlings KE 45 voru þau að skipið steytti á skeri skammt utan við Hornarfjarðarós aðfaranótt 12. desember 1990 og sökk.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

2 athugasemdir á “Erling KE 45

  1. Þetta var gott skip sem manni leið vel um borð ìÉg àtti þarna nokkur góð àr með þeim mikla heiðursmanna Yngva Rafn blessuð sé minni g hans.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s