Steinunn SF 10

1264. Steinunn SF 10 ex Klaus Hillesøy. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Steinunn SF 10 var keypt notuð frá frá Noregi og kom hún til heimahafnar á Hornafirði í októbermánuði árið 1972.

Í Tímanum 18. október 1972 sagði svo frá komu bátsins:

Nýr bátur, Steinunn SF 10, kom til Hornafj. í vikunni. Báturinn, er fjögurra ára gamall um 90 brúttólestir samkvæmt nýju mælingunni og rúmar hundrað brúttólestir samkvæmt þeirri gömlu.

Steinunn er stálbátur, keyptur hingað frá Noregi og eigandi er Skinney h.f. Á fyrirtækið annan bát með sama nafni. Skipstjóri á Steinunni er Ingólfur Ásgrímsson.

Eins og kemur fram var Steinunn 90 brl. að stærð en árið 1973 var hún lengd og mældist þá 10 3 brl. að stærð. Upphaflega var í henni 425 hestafla Caterpillar aðalvél sem önnur sömu gerðar og stærðar leysti af hólmi árið 1982.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á síldarvertíð austanlands um miðjan níunda áratug síðustu aldar og eins og sjá má er báturinn kominn með bakka og hálfyfirbyggður eins og það var kallað. Hann var síðar skutlengdur.

Árið 1987 var báturinn yfirbyggður og skipt um brú. Þessar breytingar voru gerðar hjá Vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði.

Haustið 1996 varð Steinunn SF 40 eftir að ný og stærri Steinunn leysti hana af hólmi og fékk SF 10. Um vorið 1997 var báturinn seldur Skarðsvík ehf. á Hellisand og fékk nafnið Magnús SH 205.

Sumarið 2003 varð báturinn SH 206 en þá var kominn nýr Magnús SH 205. Haustið 2004 fékk báturinn nafnið Sæmundur GK 4 eftir að hafa verið seldur til Grindavíkur.

Sæmundur GK 4 fór erlendis í brotajárn árið 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s