Ásborg RE 15

1185. Ásborg RE 15 ex Guðmundur Arnar KE 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ásborg RE 15 hét upphaflega Ásgeir ÞH 198 og var smíðaður fyrir Þórð Ásgeirsson og Magnús Andrésson á Húsavík.

Smíðin fór fram í Skipasmíðastöð Austfjarða hf. á Seyðisfirði og var báturinn, sem var 12 brl. að stærð, afhentur árið 1971.

Ásgeir ÞH 198 var gerður út frá Húsavík til ársins 1978 þegar hann vék fyrir nýjum og stærri bát sem þeir Þórður og Magnús keyptu frá Ólafsvík.

Reykjavík var viðkomustaðurinn og fékk báturinn nafnið Róbert RE 27. Á næstu árum fékk báturinn nöfnin Emma GK 46, Látraröst ÁR 198, Hinrik KE 200, og Guðmundur Arnar KE 200.

 Árið 1987 fékk hann nafnið nafnið sem hann ber á myndinni, Ásborg RE 15.

Báturinn hét þessu nafniu til ársins 2002 en var BA 109, aftur RE 15, BA 169 og BA 84. En 2002 fékk hann nafnið Sigurjón BA 23 og hafði heimahöfn á Brjánslæk á Barðaströnd þar til hann var tekinn af skipaskrá haustið 2011.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s