Jón Sör ÞH 220

625. Jón Sör ÞH 220 ex Þórður Bergsveinsson SH 3. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Jón Sör ÞH 220 var gerður út frá Húsavík á árunum 1973 til 1977 og var í eigu Norðurborgar h/f á Húsavík.

Jón Sör ÞH 220 var keyptur frá Stykkishólmi þar sem báturinn bar nafnið Þórður Bergsveinsson SH 3.

Upphaflega hét báturinn Jökull SH 126 og var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA árið 1957 en hann var 54 brl. að stærð.

Hann var smíðaður fyrir Víglund og Tryggva Jónssyni í Ólafsvík og þótti á þeim tíma einn fegursti bátur sinnar stærðar í flotanum.

Báturinn var gerður út frá Ólafsvík til ársins 1965 en eftir að hafa verið seldur suður fékk báturinn nafnið Þórir GK 251. Báturinn var seldur 1972 í Stykkishólm þar sem hann fékk nafnið Þórður Bergsveinsson SH 3.

Eins og áður segir var hann á Húsavík árin 1973 til 1977 en þá var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk sitt gamla nafn, Jökull en nú SF 75.

Árið 1978 var báturinn kominn til Eskifjarðar þar sem hann fékk nafnið Guðmundur Þór SU 121 og vorið 1980 var hann seldur til Keflavíkur. Þar fékk hann nafnið Hafborg KE 99.

Vorið 1985 var báturinn seldur á Hofsós þar sem hann hélt nafni sínu en varð SK 50. Fjórum árum síðar var báturinn kominn til Siglufjarðar þar sem hann varð Hafborg SI 200.

Árið 1991 var báturinn kominn með heimahöfn í Hafnarfirði og varð HF 64 og fjórum árum síðar var hann seldur til Svíþjóðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s