
Frystitogarinn Gnúpur lagði úr höfn í Grindavík um hádegisbil í dag, að öllum líkindum í síðasta sinn en hann hefur verið seldur til Rússlands.
Fyrst siglir Gnúpur til Hafnarfjarðar þar sem hann verður tekinn í slipp áður en hann fer utan.
Gnúpur sem var í eigu Þorbjarnar hf. var lagt í byrjun september sl. en upphaflega hét togarinn Guðbjörg ÍS 46.
Jón Steinar tók þessa myndasyrpu af togaranum þegar hann fór en um Gnúp má lesa hér.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
