Freyr ÁR 102

11. Freyr ÁR 102 ex Freyr ÓF 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Freyr ÁR 102 siglir hér svona nýskveraður og fínn á ytri höfninni í Reykjavík en hann var að koma inn í höfn eftir kompásstillingu.

Freyr ÁR 102, sem var gerður út af Skipar h/f, hét upphaflega Arnfirðingur RE 212 og var smíðaður í Bolsönes Verft, Molde í Noregi árið 1963 fyrir Arnarvík h/f í Grindavík.

Báturinn var lengdur árið 1966 og yfirbyggður 1977 ásamt því að þá var sett á hann ný brú. Einnig skipt um aðalvél, sú sem leysti 660 hestafla Listerinn af hólmi var 1100 hestafla Wartsila Vasa. Þegar þarna var komið við sögu mældist hann 185 brl. að stærð.

Árið 1971 keypti Sandafell s/f bátinn og nefndi Sandafell GK 82. Það var svo árið 1985 sem Harðfrystihús Breiðdælinga h/f á Breiðdalsvík keypti Sandafellið sem varð SU 210.

Í desembermánuði 1988 festi Bakkafiskur h/f á Eyrarbakka bátinn og fékk hann nafnið Freyr ÁR 170. Í ágústmánuði 1990 keypti Sigvaldi Þorleifsson h/f á Ólafsfirði bátinn sem hélt nafninu og varð ÓF 36.

11. Freyr ÓF 36 ex Freyr ÁR 170. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það var svo 2 árum seinna sem báturinn fékk ÁR 102 sem hann ber á þessum myndum.

Síðar varð Freyr GK 157, ÞH 1 og GK 220 og að lokum Siggi Þorsteins en hann fór utan til niðurrifs undir því nafni árið 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s