
Ingólfur GK 125, sem hér kemur að landi í Grindavík um árið, var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1931.
Myndin var tekin um miðjan níunda áratug síðustu aldar og var báturinn þá í eigu Ólafs Sigurpálssonar og Eyjólfs Vilbergssonar í Grindavík.
Báturinn hét upphaflega Huginn GK 341 og var smíðaður fyrir Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar í Vogum. Hann bar nokkur nöfn í gegnum tíðina sem og marga einkennisstafi og númer svo sem Jón Dan GK 431, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, BA 86, RE 328, SH 128, RE 325 og KE 102. Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og loks Fengsæll ÍS 8. Heimild: Íslensk skip.
Báturinn, sem er 22 brl. að stærð, hefur legið um árabil í fjörunni við Súðavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution