Ólafur GK 33

434. Ólafur GK 33 ex Friðrik Sigurðsson ÁR 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ólafur GK 33, sem hér kemur til hafnar í Grindavík um árið, var smíðaður í Struer í Danmörku árið 1945. Hann var 36 brl. að stærð, búinn 150 hestafla Volund dieselvél.

Báturinn var keyptur til landsins árið 1955 af Hafnarnesi h/f í Þorlákshöfn. Hann fékk nafnið Friðrik Sigurðsson ÁR 7. Sama ár var sett í hann 240 hestafla G.M dieselvél.

Í mámánuði 1964 var Friðrik Sigurðsson ÁR 7 seldur til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Ólafur GK 33. Kaupendur voru Einar Dagbjartsson, Guðmundur Dagbjartsson og Gísla Jóhannsson.

Í ágúst árið 1979 eru skráðir eigendur þeir Einar og Guðmundur sem fyrr eru nefndir og Sigurpáll Aðalgeirsson.

Fiskanes h/f í Grindavík kaupir bátinn í ársbyrjun 1987 og hann heldur nafninu. Uppl. Íslensk skip.

Ólafur GK 33 var gerður út af Fiskanesi til ársins 1994 en þá leysti yngri og stærri bátur sem fékk sama nafn og númer hann af hólmi.

Báturinn stendur í dag á landi í Þorlákshöfn.

434. Ólafur GK 33 ex Friðrik Sigurðsson ÁR 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s