Ársæll SH 88

1014. Ársæll SH 88 ex Steinunn SF 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Ársæll SH 88, sem hér sést nýskveraður og fínn í Hafnarfjarðarhöfn í lok ágústmánaðar árið 2004, var í eigu Sólborgar ehf. í Stykkishólmi.

Svo sagði í Morgunblaðinu 25. ágúst 2001 þegar báturinn kom til nýrrar heimahafnar í Stykkishólmi:

Nýr bátur kom til heimahafnar í Stykkishólmi um helgina. Hann hefur fengið nafnið Ársæll SH 88 og er í eigu Sólborgar ehf. í Stykkishólmi. Skipið er keypt frá Hornafirði og var í eigu Skinneyjar-Þinganess og hét þá Steinunn SF 10.

Ársæll SH 88 er byggður í Noregi árið 1966 og er 197 tonn. Skipið er 34,64 m langt og 6,75 m breitt. Fyrri eigendur hafa gert miklar endurbætur á skipinu á síðustu árum og hefur umgengni þeirra um skipið verið mjög góð. Eigendur Ársæls eru ánægðir með kaupin og telja að þeir hafi fengið gott skip í hendur. Ársæll SH 88 kemur í stað eldri báts sem seldur var í vor til Flóa ehf. í Hafnarfirði og heitir hann nú Egill Halldórsson SH 2. Sólborg ehf. var stofnuð fyrir 23 árum árum og þetta er fjórða skip félagsins sem ber Ársælsnafnið.

Ársæll verður gerður út á netaveiðar og hefur þegar farið í sína fyrstu veiðiferð. Í áhöfn Ársæls verða 8 menn og skipstjóri er Viðar Björnsson.

Þannig var það nú og hér má lesa örlítið meira um bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s